Leikritið Iris frumsýnt í Akurskóla

12.04.2019 08:07:18

Miðvikudaginn 10. apríl var leikverkið Iris frumsýnt í Akurskóla. Nemendur í leiklistarvali í 8. - 10. bekk hafa æft verkið undanfarnar vikur og Kristín Þóra Möller sá um að leikstýra. Frumsýningin heppnaðist mjög vel og var fullt hús af áhorfendum....

Þormóður Logi Björnsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Akurskóla

11.04.2019 09:38:06

Þormóður Logi Björnsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri Akurskóla frá og með 1. ágúst 2019. Þormóður leysti af í vetur í Akurskóla sem aðstoðarskólastjóri en hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu.  Þormóður vann við Akurskóla sem ken...

Páskafrí

10.04.2019 08:57:10

Páskafrí hefst í skólanum mánudaginn 15. apríl. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. apríl.

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

10.04.2019 08:54:18

Þriðjudaginn 9. apríl var Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ haldin í Berginu í Hljómahöllinni. Akurskóli átti tvo fulltrúa þær Írisi Sævarsdóttur og Elísabetu Jóhannesdóttur. Þá las Betsý Ásta Stefánsdóttir verðlaunahafi frá því í fy...

Gróa kvödd

03.04.2019 15:13:35

Síðasti dagur Gróu Axelsdóttur aðstoðarskólastjóra Akurskóla var í dag. Hún hefur starfað við Akurskóla síðan haustið 2014 og nú síðast sem skólastjóri í námsleyfi Sigurbjargar Róbertsdóttur. Starfsfólk Akurskóla kvaddi hana með fallegum orðum, blómu...

Árshátíð Akurskóla

02.04.2019 13:34:45

Árshátíð Akurskóla var haldin fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. mars. Fyrsti hluti árshátíðarinnar er að kvöldi til þar sem nemendur í 7. – 10. bekk koma saman. Í ár voru sýnd atriði frá öllum árgöngum ásamt sýnishorni frá leiklistarvali. Atriðin voru öll hvert öðru skemmtilegra og ljóst að nemendur höfðu lagt mikinn metnað í þau.

Grunnskólamótið í sundi

26.03.2019 15:55:42

Í dag tóku nemendur úr Akurskóla þátt í grunnskólamótinu í sundi sem fram fór í Laugardalslauginni. Akurskóli fór með eitt lið í 5. - 7.bekk og eitt lið í 8. - 10.bekk. Krakkarnir stóðu sig glæsilega og voru hársbreidd frá því að komast í úrslita sundið. Loka staðan var því sú að Akurskóla liðin enduðu bæði í 4. sæti. Í ár var metfjöldi skóla sem tók þátt, eða 42 grunnskólar og Akurskóli var með besta árangur grunnskóla á suðurnesjunum.

Árshátíð Akurskóla

26.03.2019 15:47:50

Árshátíð Akurskóla fer fram 28. og 29. mars. Að kvöldi fimmtudagsins 28. mars fer fram árshátíð nemenda í 7. - 10. bekk. Nemendur mæta kl. 19:00 og atriði hefjast í íþróttahúsinu kl. 19:30. Eftir atriðin verður DJ Atli með diskótek á sal skólans fyrir nemendur. Nemendur í 7. - 10. bekk eiga frí föstudaginn 29. mars. Föstudaginn 29. mars fer fram árshátíð nemenda í 1. - 6. bekk.

Pangea stræðfræðikeppni

25.03.2019 09:27:26

Á laugardaginn tók Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir í 9.bekk þátt í undanúrslitum í Pangea stærðfræðikeppninni. Hún var ein af 86 nemendum úr 8. og 9. bekk á landsvísu sem komust í undanúrslit af 3352 nemendum.

Stóra upplestrarkeppnin

19.03.2019 14:34:08

Í dag var undankeppni Stóru-upplestarkeppninnar haldin á sal skólans. Nemendur í 7. bekk, þau Elísabet Jóhannesdóttir, Árný Eyja Ólafsdóttir, Jón Garðar Arnarsson, Íris Sævarsdóttir, Nína Karen Guðbjörnsdóttir, Eva Júlía Ólafsdóttir, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, Óðinn Kristjón Weaver og Berglind Ósk Wium Kristbergsdóttir sem hafa æft að kappi síðan í nóvember lásu valda texta og ljóð.