8. desember 2016

Aðventan í Akurskóla

Aðventan í Akurskóla

Mikið hefur verið um að vera í Akurskóla á aðventunni. 

Á mánudaginn kom leikhópurinn Stopphópurinn og sýndi jólaleikritið Sigga og skessan í jólaskapi í íþróttahúsinu fyrir 1.-4. bekk. Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að verðrið er að breytast og snjónum kyngir niður. Allt verður ófært og jólakort og jólagjafir komast því ekki áleiðis. Því hjálpast þær vinkonurnar að með jólaskapið að vopni að dreifa út gjöfum og jólapósti. Saman lenda þær í skondnum uppákomum. Í leikritinu eru tveir leikarar, þau Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Krakkarnir voru til fyrirmyndar og höfðu mjög gaman að.

Á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagsmorgnum þessarar viku hafa leikskólahópar komið frá leikskólunum Holti og Akri komið til okkar ásamt nemendum í 1.bekk og hlustað á lestur jólasögu á bókasafninu. Börnin stóðu sig vel og nutu þess að eiga notalega morgunstund saman. Við þökkum Akri og Holti fyrir komuna.

Daníel Guðni flutti fyrirlesturinn ,,Heilbrigt hugarfar" fyrir unglingana okkar í 8., 9. og 10.bekk á sal skólans í morgun. Daníel Guðni er íþróttafræðingur með mastergráður í íþróttasálfræði frá Háskólanum Lund í Svíþjóð. Daníel er einnig þjálfari meistaraflokks Njarðvíkur í körfubolta. Það var ótrúlega gaman að hlusta á Daníel og eins og hann segir sjálfur þá vonum við að nemendur taki eitthvað með sér úr fyrirlestrinum sem þeir geta nýtt sér í sínu daglega lífi.

Nemendur hafa einnig verið að nota einstaka tíma í að föndra og gera fínt fyrir jólin með sínum bekkjum í heimastofum og munu halda því áfram að jólafríi. 

Myndir eru í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla