16. mars 2016

Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti

Á morgun, fimmtudaginn 17. mars, taka nemendur og starfsmenn Akurskóla þátt í alþjóðlegum degi gegn kynþáttamisrétti. Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir verkefni sem felst í að fara út fyrir skólabygginguna og leiðast í kringum hana og standa þannig saman með margbreytileika í okkar samfélagi.

Skilaboðin eru skýr: Það er bannað að mismuna vegna útlist eða uppruna. Njótum þess að vera ólík og allskonar.

Við bjóðum foreldrum að fylgjast með atburðinum en við hefjum gjörninginn kl. 10:45 og ætlum að tengja hringinn kl. 11:00

Kennarar og foreldrar geta deilt myndum af viðburðinum undir myllumerkinu #höndíhönd

Frekari upplýsingar eru að finna hér:

weekagainstracism.eu

facebook.com/UnitedActionWeek

humanrights.is/is/servefir/evropuvika-gegn-kynthattamisretti

facebook.com/evropuvika

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla