27. september 2022

Bekkjarnámskrár komnar á heimasíðuna

Bekkjarnámskrár komnar á heimasíðuna

Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út aðalnámskrá grunnskóla á grundvelli laga um viðkomandi skólastig. Aðalnámskrá kveður meðal annars á um markmið og fyrirkomulag skólastarfs, kennsluskipan og viðmið um námskröfur og námsframvindu. Öllum grunnskólum er skylt að gefa út skólanámskrá. Skólanámskrá Akurskóla skiptist í tvo hluta: almennan hluta og starfsáætlun skólans. Starfsáætlun skólans fylgja bekkjarnámskrár sem skipt er eftir árgöngum.

Þar koma fram bakgrunnsupplýsingar, kennslustundafjöldi í hverri námsgrein, hvernig námsmati er háttað, hæfniviðmið hverjar námsgreinar, kennsluefni, kennslugögn og kennsluhættir.

Bekkjarnámskrár fyrir alla árganga fyrir skólaárið 2022-2023 hafa nú verið birtar á heimasíðu skólans og hægt er að smella hér til að nálgast þær.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla