18. nóvember 2016

Bókaupplestur

Bókaupplestur

Í dag kom Áslaug Jónsdóttir rithöfundur til okkar og las úr skrímslabókum sínum fyrir 1 bekk og skólahópa leikskólanna Holts og Akurs. Krökkunum þótti virkilega gaman að hlusta á Áslaugu og að sjá bækurnar hennar. Hún hafði meðferðis tvö skrímsli sem krakkarnir fengu að skoða. Eftir upplesturinn fluttu börnin atriði fyrir hvert annað, en þau sungu öll íslensk lög sem þau höfðu æft sig að syngja undanfarna daga.

Við þökkum Áslaugu fyrir komuna og einnig börnunum af Holti og Akri.

Myndir eru komnar í myndasafnið.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla