Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

16.11.2018 15:17:00

Í dag héldum við uppá Dag íslenskrar tungu.

Hjá 2.- 4. bekk voru atriði á sal. 2. bekkur söng Hafið bláa hafið, 3. bekkur fór með ljóðið Synir tímans og 4. bekkur var með talkór og fór með ljóðið Orðaforði. Elma Rún nemandi í 4. bekk var með tónlistaratriði og einnig flutti Betsý Ásta úr 8. bekk ljóð en hún sigraði Stóru upplestrarkeppnina s.l. vor.

Mið- og unglingastig voru með spurningakeppni og sigruðu kennarar á báðum stigum. Keppendur á miðstigi voru Eva Júlía í 7. bekk, Erla í 6. bekk og Ísak Máni úr 5. bekk. Í liði kennara voru Rakel, Aldís og Þórunn.

Hjá unglingastigi voru þrír nemendur úr 10. bekk sem kepptu en það voru Alma Rut, Jóel og Reynir Aðalbjörn. Í liði kennara voru Freyr, Heiða Björg og Ingigerður.

Úrslit úr Akurpennanum voru tilkynnt og voru sigurvegarar Sara Antonía úr 9. bekk, Þórhildur Erna  úr 9. bekk og Edda Guðrún úr 7. bekk.