Fréttir

Ekkert kalt vatn - skólinn lokaður

11.10.2016 07:49:16

Fimmtudaginn 13. október stefnir í að það verði ekkert kalt vatn í Reykjanesbæ til kl. 11. Það eru tilmæli frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja að skólastarf hefjist kl. 10:00. Skólinn verður því lokaður frá kl. 8:00-10:00 þennan morgun.

Við biðjum þó foreldra að fylgjast vel með tilkynningum á facebook og hér á heimasíðu skólans því ef kalt vatn kemur á fyrr hefjum við skólastarf um leið og það gerist.