12. maí 2021

Foreldrar ánægðir með Akurskóla - niðurstöður Skólapúlsins

Foreldrar ánægðir með Akurskóla - niðurstöður Skólapúlsins

Nýverið fengum við niðurstöður úr foreldrakönnun Skólapúlsins. Það má segja að heilt yfir hafi niðurstaðan verið góð fyrir okkur í skólanum og okkur sem skólasamfélag. Foreldrar eru almennt séð mjög ánægðir með skólann og það starf sem þar er unnið.

Foreldrar voru mjög ánægðir (3 þættir af 4 yfir landsmeðaltali) með þá þætti sem snúa að námi og kennslu. Í þessum þætti er m.a. spurt um nám og kennslu, stjórnun skólans, hæfilega þyngd námsefnis og hæfilegan aga í skólanum. Eini þátturinn sem var undir landsmeðaltali var agi í skólanum en foreldrar töldu of lítinn aga í skólanum.

Velferð nemenda kom einnig vel út. Samskipti starfsfólks við nemendur og líðan nemenda almennt að mati foreldra var yfir landsmeðaltali. Þekking foreldra á eineltisáætlun skólans er þó ekki nægjanlega mikil. Á meðfylgjandi tengli geta foreldrar kynnt sér áætlun skólans um einelti, viðbrögð, ferla og hér er einnig að finna tilkynningarblað ef foreldra grunar að barn þeirra sé í vanda statt.

http://www.akurskoli.is/hagnytt/vidbrogd-gegn-einelti

Aðstaða og þjónusta í skólanum er góð að mati foreldra. Það eru þó marktækt færri foreldrar sem nota sér þjónustu frístundaskólans hér en á landinu. Foreldrar nýta mötuneyti vel og ánægja er yfir landmeðaltali með matinn.

Þegar foreldrasamstarf er metið þá hafa foreldrar í Akurskóla marktækt meiri áhrif á ákvarðanir varðandi börn sín og koma að gerð námáætlana meira en foreldrar almennt á landinu sem er mjög jákvætt. Þá er ánægja foreldra með heimasíðu skólans marktækt yfir landsmeðaltali.

Foreldrar í Akurskóla hafa markækt meiri væntingar um að barn þeirra fari í iðnám og marktækt minni væntingar um háskólanám. Hæfileg heimavinna er í skólanum og tíminn sem foreldrar aðstoða við heimanám hæfilegur.

Nánar verður gert grein fyrir niðurstöðunum í sjálfsmatsskýrslu skólans sem kemur út í júní og verður birt hér á heimasíðu skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla