Fréttir

Forfallaskráning í gegnum Mentor – skráning veikinda hluta úr degi

25.09.2018 10:39:15

Nú geta aðstandendur skráð forföll hluta úr degi en hingað til hafa þeir aðeins getað tilkynnt um veikindi fyrir daginn í dag og á morgun. Akurskóli hefur nú opnað fyrir þennan möguleika.

Eftir að aðstandendur hafa tilkynnt forföll verður skráningin appelsínugul og þeir fá síðan sendan tölvupóst um leið og skólinn staðfestir skráninguna í Mentor.

Við hvetjum foreldra til að nýta mentor við skráningu á veikindum barna allan daginn eða hluta úr degi þar sem oft er mikið álag á símakerfið á morgnana.

Veljið nemandann sem þú vilt tilkynna veikan með því að smella á hringinn efst í hægra horni.

Smelltu á Ástundunar flísina.

 

Smelltu á tilkynna forföll efst í vinstra horni (gult) og þá er hægt að velja að tilkynna veikindi fyrir allan daginn eða einstaka tíma t.d. ef nemandi fer til læknis eða veikur heim.