6. apríl 2022

Frábær atriði á árshátíð Akurskóla 2022

Frábær atriði á árshátíð Akurskóla 2022

Fimmtudaginn 31. mars og föstudaginn 1. apríl var árshátíð Akurskóla haldin með hefðbundnu sniði í fyrsta sinn í tvö ár.

Nemendur í 7. – 10. bekk voru með sína árshátíð á fimmtudagskvöldið og kom hver árgangur með sitt atriði ásamt því sem 10. bekkur sýndi flott myndband sem fangaði skólagöngu þeirra í Akurskóla s.l. 10 ár mjög vel. Það má segja að atriðin hafi vakið mikla lukku en 7. og 9. bekkur voru með kennaragrín og 8. bekkur með Eurovision atriði. Eva Júlía Ólafsdóttir söng svo eitt lag úr leikritinu sem leiklistarvalið er að æfa, Galdrakarlinn í Oz. Rikki G kom svo og hélt uppi stuðinu fram á kvöld ásamt því að óvæntur gestur mætti á svæðið.

1. – 3. bekkur reið síðan á vaðið að morgni 1. apríl og þar mátti sjá flotta nemendur sýna fjölbreytt atriði. Nemendur í 1. bekk sungu og dönsuðu, 2. bekkur söng og spilaði á blokkflautur og 3. bekkur sýndi leikritið um Þyrnirós.

Nemendur í 4. – 6. bekk komu síðan á sína árshátíð og þar söng 4. bekkur Geimlagið ásamt því að syngja á ensku eitt lag og vera með keðju-upplestur. 5. bekkur sýndi leikrit um samskipti og kenndi okkur hvað mætti betur fara hjá nemendum og nemendur í 6. bekk sýndu leikþátt um Benjamín dúfu.

Í lok árshátíða hjá 1. – 6. bekk var boðið upp á skúffuköku og djús eða kaffi og heppnaðist það mjög vel.

Frábær árshátíð í alla staði og við vorum glöð að geta tekið á móti gestum í skólann.

Myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla