Fréttir

Frí skólagögn

03.08.2017 14:25:05

Næsta skólaár mun Reykjanesbær útvega öllum nemendum þau skólagögn sem þeir þurfa að nota í skólanum. Þetta þýðir að nemendur fá stílabækur, möppur og þess háttar í skólanum. Þá verða einnig blýantar, litir og önnur ritföng í hverri kennslustofu.

Í ár verða því engir innkaupalistar en við bendum foreldrum á að gott er að eiga heima blýant, strokleður, liti, yddara og slíkt ásamt einföldum vasareikni.