Fréttir

Fyrstu niðurstöður úr Skólapúlsinum

10.11.2016 09:16:46

Akurskóli notar matstækið Skólapúlsinn til að meta marga þætti í skólastarfinu. Allir nemendur í 6. – 10. bekk taka könnun yfir allt skólaárið í nokkrum hópum og fær skólinn jafnóðum niðurstöðurnar. Heildarniðurstöður fyrir allan skólann eru dregnar saman í lok skólaárs í sjálfsmatsskýrslu skólans.

Við höfum nú fengið fyrstu niðurstöður og er áhugavert að rýna í niðurstöðurnar. Á meðfylgjandi myndum sést hve nálægt eða langt við erum frá landsmeðaltali skóla í sama stærðarflokki og við.

Bláar tölu með stjörnu merkja að okkar niðurstöður eru marktækt fyrir ofan eða neðan landsmeðaltal.

Þegar niðurstöður eru skoðaðar núna kemur í ljós að nemendur Akurskóla eru marktækt yfir í áhuga og ánægju með náttúrufræði og stærðfræði og eru það ánægjulegar niðurstöður. Þá erum við nokkuð undir í tíðni eineltis þó ekki sé um marktækan mun að ræða.