21. nóvember 2017

Góður árangur á samræmdum prófum í 4. og 7. bekk

Í september fóru nemendur í 4. og 7. bekk í samræmd próf í íslensku og stærðfræði. Nemendur fengu niðurstöður úr prófunum í hendur í nóvember og skólinn heildaryfirlit.

Nemendur í Akurskóla voru að standa sig mjög vel á prófunum og var Akurskóli að fá bestu niðurstöðu úr þessum prófum frá upphafi.

Landsmeðaltal er 30 í báðum prófum og árgöngum.

Í 4. bekk fengu nemendur í stærðfræði og íslensku meðaltalið 34,8.

Í 7. bekk var meðaltalið 31,7 í stærðfræði og 26,6 í íslensku. Við erum meðvituð um ákveðinn vanda í íslensku á miðstigi og tengist það aðallega hve lítið nemendur okkar lesa. Við erum með ákveðna ferla hér innan skólans sem miða að því að hækka líka meðaltalið í íslensku með auknum lestri og fá foreldra í lið með okkur. Lestur er bestur! Munum að lesa á hverjum degi.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla