3. apríl 2019

Gróa kvödd

Síðasti dagur Gróu Axelsdóttur aðstoðarskólastjóra Akurskóla var í dag. Hún hefur starfað við Akurskóla síðan haustið 2014 og nú síðast sem skólastjóri í námsleyfi Sigurbjargar Róbertsdóttur. Starfsfólk Akurskóla kvaddi hana með fallegum orðum, blómum og sendi lukkutröll með henni upp í Stapaskóla. Við þökkum Gróu ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskum henni velfarnaðar í nýju starfi.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla