28. maí 2020

Hársprey frumsýnt í Akurskóla

Hársprey frumsýnt í Akurskóla

Miðvikudaginn 27. maí frumsýndi leiklistarvalið söngleikin Hársprey. Þrátt fyrir samkomubann og takmarkað skólahald má með sanni segja að vel hafi tekist til. Nemendur stóðu sig afar vel og sýndu frábæra takta á sviðinu. Allt var vel útpælt allt frá hárgreiðslu, búningum og útfærslu á sýningunni. Sönghæfileikar nemenda komu á óvart og söngleikurinn var afar góð skemmtun.  Allir nemendur skólans fengu svo að koma á eina sýningu. Nemendur í 1. – 5. bekk fengu að mæta á generalprufu, nemendur í 8. – 10. bekk mættu á frumsýningu og var þá einnig útskriftarmyndband 10. bekkinga frumsýnt. Þar gerðu nemendur grín að sjálfum sér og starfsfólkinu og var mikið hlegið. Nemendur í 6. og 7. bekk fengu svo sýningu eftir hádegi. Aðstandendasýning verður svo fimmtudagskvöldið 28. maí.

Við óskum leiklistarvalinu og leikstjórunum Aðalheiði Hönnu, Brynju Ýr og Kristínu Þóru til hamingju með vel heppnað verk.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla