16. desember 2016

Hátíðarmáltíð

Hátíðarmáltíð

Í gær, fimmtudaginn 15 desember, fór fram hátíðarmáltíð í Akurskóla. Atburðurinn er stór í aðventunni hér í Akurskóla en nemendur og starfsfólk mæta ævinlega prúðbúin og starfsmenn þjóna nemendum til borðs. Í boði var hangikjöt, kartöflur, uppstúf og annað meðlæti og í eftirrétt var ís. Nemendur komu í þremur hollum í matinn, 1.-3. bekkur komu fyrst á sal, 4.-6. komu þar á eftir og 7.-10. bekkur komu síðust. Maturinn gekk mjög vel, börnin eiga hrós skilið fyrir að vera stillt og prúð á salnum og flestir höfðu mjög gaman að.

 

Myndir eru komnar í myndasafn.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla