11. desember 2020

Hátíðarmatur í Akurskóla

Hátíðarmatur í Akurskóla

Fimmtudaginn 10. desember var nemendum boðið upp á hátíðarmat í skólanum í samstarfi við Skólamat. Undanfarin ár hafa nemendur komið þremur til fjórum hópum og fengið hátíðarmat og ís í eftirrétt.

Í ár var skipulagið aðeins öðruvísi í ljósi takmarkana í mötuneyti og blöndun hópa. Nemendur í 1. – 7. bekk komu fjórum hópum og fengu góðan mat í salnum sem er tvískiptur. Búið var að skreyta salinn, setja upp jólatré og jólatónlist var spiluð. Flestir fengu svo eftirréttinn, ísblómið sívinsæla, upp í stofu eftir útiveru.

Nemendur í 8. – 10. bekk gerðu stofurnar sínar huggulegar og sóttu matinn sinn og snæddu þar með kennurum sínum.

Þrátt fyrir þetta breytta skipulag náðum við að skapa huggulegt andrúmsloft fyrir alla og að venju var maturinn góður og nemendur ánægðir með hann.

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla