4. október 2020

Hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19

Hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19

Á miðnætti taka í gildi hertar samfélagslegar reglur vegna Covid-19. Í ljósi þessa og til að uppfylla allar reglur förum við nú fram á að foreldrar komi ekki inn í skólann með börnum sínum. Foreldrar geta fylgt börnum sínum upp að skólanum á morgnana. Ef foreldrar sækja í frístund skal hringja í símanúmer frístundaskólans 895 4551 og barnið kemur út. Vinsamlega virðið þessi tilmæli

Ef foreldrar eru boðaðir á fund í skólanum skal viðhafa 1m regluna og/eða grímuskyldu.

Vegna ferðar á Úlfljótsvatn á morgun hjá 7. bekk þá stendur sú ferð enn til og verður farin að óbreyttu. 

Förum varlega og stöndum saman um að passa upp á sóttvarnir.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla