18. desember 2019

Jólahátíð

Jólahátíð

Jólahátíð Akurskóla föstudaginn 20. desember

Nemendur mæta í heimastofur kl. 9.00 og fara þaðan í íþróttasal Akurskóla og horfa á helgileik, söngatriði og dansa í kringum jólatréð. Að því loknu fara nemendur aftur í heimastofu og eiga notalega stund saman. Skóla lýkur um kl. 10.30 og fara þá nemendur í jólafrí. Athugið að frístundaskólinn er lokaður þennan dag. Skólahald hefst á nýju ári þann 6. janúar samkvæmt stundatöflu.

Starfsfólk Akurskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla