19. september 2018

Leyfi frá skólagöngu - Nýtt eyðublað

Við í Akurskóla höfum gert smá beytingar á leyfisveitingum til lengri tíma. Hingað til hefur þurft að sækja um sérstakt leyfi skriflega ef nemendur eru lengur en einn dag frá skóla. 

Nú höfum við breytt því þannig að eingöngu þarf að sækja um leyfi skriflega ef um fleiri en tvo daga er að ræða. 

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að halda leyfisbeiðnum í algjöru lágmarki yfir skólaárið þar sem öll röskun á námi nemenda getur haft áhrif á árangur í námi.

Leyfisbeiðnablaðið er hægt að nálgast undir Hagnýtt - Eyðublöð og skal skila á skrifstofu skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla