3. maí 2017

Listavinna í 9. bekk

2. og 3. maí komu í Akurskóla þrír nemar frá Listaháskóla Íslands. Nemarnir unnu verk með nemendum í 9. bekk sem síðan var sýnt á sal skólans í dag og fengu nemendur í 3. bekk að horfa á.

Unnið var með myndlist, leiklist og tónlist og útkoman var stutt leikverk þar sem velt var upp spurningum um hvernig nútíðin væri ef fortíðin hefði varið öðruvísi en hún fór.

Nemendur í myndlistinni unnu bakgrunn/sviðsmynd sem notuð var í leikverkinu og undir verkinu var spiluð tónlist frumsamin af nemendum.

Frábært verkefni og flottur afrakstur hjá nemendum.

Fleiri myndir í myndasafni.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla