29. apríl 2022

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Þriðjudaginn 26. apríl var Litla upplestrarkeppnin haldin hjá 4. bekk Akurskóla. Litla upplestrarkeppnin hófst í Hafnarfirði haustið 2010 og byggir á markmiðum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin er árlega í 7. bekk. Meginmarkmið keppninnar er að nemendur flytji íslenskt mál sjálfum sér og öðrum til ánægju og að þeir viðhafi vandvirkni að leiðarljósi við flutninginn. Keppnishugtakið felur eingöngu í sér það markmið að keppa við sjálfan sig, að verða betri í dag enn í gær. Lögð er áhersla á betri árangur í lestri, bætt munnleg tjáning og öryggi í framkomu þegar lesa þarf fyrir framan hóp af fólki. Allir nemendur tóku þátt og stóðu sig með miklu príði. Fluttir voru hinir ýmsu textar og í lokinn sungið lagið Á íslensku má alltaf finna svar. Einnig lék Lena Katarzyna á píanó. Foreldrum var boðið að horfa og var gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta. Einnig var nemendum í 3.bekk boðið en þau munu taka þátt í keppninni á næsta skólaári. Glæsilegt ungt fólk í 4.bekk sem stóð sig með mikilli prýði og sóma.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla