1. mars 2018

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram miðvikudaginn 28. mars í Berginu í Hljómahöll. Hátíðin var öll hin glæsilegasta og átti Akurskóli tvo fulltrúa þær Júlíu Björg Thorarensen og Betsý Ástu Stefánsdóttur. Þær stóður sig báðar gríðarlega vel og Betsý Ásta hreppti fyrsta sætið. Til hamingju báðar.

Þá átti Akurskóli einnig marga fulltrúa sem komu að tónlistarflutningi en það voru þau Daníel Viljar Sigtryggsson, Brynjar Dagur Freysson, Gunnar Ragnarsson, Viktoría Kristín Jónsdóttir og Camilla Jónsdóttir. 

Þá las Aistis Valenta frá Litháen sem einnig er nemandi í Akurskóla ljóð á sínu móðurmáli fyrir áhorfendur.

Myndir frá keppninni má sjá í myndasafni skólans.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla