10. apríl 2019

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Þriðjudaginn 9. apríl var Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Reykjanesbæ haldin í Berginu í Hljómahöllinni.

Akurskóli átti tvo fulltrúa þær Írisi Sævarsdóttur og Elísabetu Jóhannesdóttur. Þá las Betsý Ásta Stefánsdóttir verðlaunahafi frá því í fyrra kynningu á skáldi hátíðarinnar. Nokkrir nemendur Akurskóla fluttu líka tónlist á hátíðinni en það voru þau Daníel Viljar Sigtryggsson, Gunnar Ragnarsson, Mikael Örn Hilmarsson og Edda Guðrún Hrafnsdóttir.

Keppnin var afar jöfn og spennandi og stóðu allir keppendur sig afar vel. Íris Sævarsdóttir úr Akurskóla hreppti annað sætið.

Sóley Halldórsdóttir úr Heiðarskóla varð í þriðja sæti og Guðrún Lilja Magnúsdóttur úr Holtaskóla varð í fyrsta sæti.

Fleiri myndir í myndasafni skólans.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla