25. september 2018

Nýr námsráðgjafi í Akurskóla

Í haust byrjaði nýr námsráðgjafi við Akurskóla. Hún heitir Sigrún Helga Björgvinsdóttir.

Námsráðgjafi veitir nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræðslu um nám, störf og atvinnulíf. Hann leiðbeinir nemendum um góð vinnubrögð og námsvenjur. Hann aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og að setja sér markmið.

Námsráðgjafi sinnir persónulegri ráðgjöf við nemendur sem eiga í námstengdum og persónulegum vanda. Hann sér um einstaklings- og hópráðgjöf fyrir nemendur og fræðir nemendur um nemendalýðræði. Námsráðgjafi vinnur einnig að forvörnum innan skólans og leiðir hóp starfsmanna sem eru í eineltisteymi skólans.

Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra, kennara og annað starfsfólk skólans. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, svo sem kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og vísar málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Námsráðgjafi situr nemendaverndarráðsfundi.

Námsráðgjafi er talsmaður nemenda og er bundinn þagnarskyldu nema um sé að ræða mál sem tengjast lífi, velferð og almennum lögum.

Netfang Sigrúnar Helgu er sigrun.bjorgvinsdottir@akurskoli.is og einnig er hægt að hringja í skólann í síma 420 4550 og óska eftir viðtali.

Við bjóðum Sigrúnu Helgu velkomna til starfa í Akurskóla.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla