13. maí 2019

Óvissuferð unglingastigs

Óvissuferð unglingastigs

Föstudaginn 10. maí var árleg óvissuferð unglingastig Akurskóla. Lagt var af stað frá skólanum kl. 12:00 en í ferðina fóru 74 nemendur ásamt 3 kennurum. Krakkarnir voru mjög spenntir með farangur, svefnpoka og dýnur enda framundan mikið fjör og gisting á óþekktum stað. Fyrsti áfangastaður var Skautahöllin í Laugardal en þar var skautað í diskóljósum og partýtónlist í klukkustund. Eftir það lá leiðin að Hörpunni þar sem nemendur fengu leiðbeiningar fyrir óvissuratleik. Í byrjun var nú ekki mikil hamingja með útiveru enda blés köldu af hafi og smá þreyta komin í hópinn eftir skautana. En líkt og venja er hjá þessum krökkum skelltu þeir upp brosinu og skemmtu sér konunglega við að hlaupa um miðbæinn, safna alls konar hlutum eins og nafnspjöldum, eiginhandaráritunum og göfflum ásamt því að taka fullt af myndum og taka upp nokkur tónlistarmyndbönd áður en komið var aftur í Hörpuna. Stórir hópar dimmiterandi nemenda úr framhaldsskólum borgarinnar settu oft svip sinn á myndir og myndbönd og voru nemendur okkar alls staðar til fyrirmyndar þar sem þau komu. Eftir ratleikinn skelltum við okkur í diskókeilu og fengum okkur pítsur með. Þar sem þátttaka var mjög góð og rúmlega helmingur allra nemenda á unglingastigi var með í för þurftum við nær alla Keiluhöllina fyrir fjörið og var gaman að heyra krakkana hvetja hvert annað áfram. Eftir keiluna skelltum við okkur í sund í Laugardalnum áður en við héldum á svefnstaðinn okkar sem í þetta sinn var íþróttahús Akurskóla. Þar skelltu nemendur og kennarar sé í skotbolta, fótbolta og körfubolta, komu sér vel fyrir um allt hús og í lokin grilluðum við pylsur í smá miðnætursnarl. Reglan er alltaf að reyna að halda kostnaðinum í lágmarki en nemendur greiddu 1.000 kr fyrir ferðina þetta árið. Til þess að það væri mögulegt hefur Nemendaráð skólans lagt mikla vinnu á sig við fjáraflanir í vetur, verið með mikinn fjölda viðburða, selt snúða og fleira. Þessi ferð er mikið tilhlökkunarefni hjá nemendur allt skólaárið og um morguninn voru sumir farnir að tala um næstu ferð sem farin verður að ári.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla