25. mars 2019

Pangea stræðfræðikeppni

Pangea stræðfræðikeppni

Á laugardaginn tók Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir í 9.bekk þátt í undanúrslitum í Pangea stærðfræðikeppninni. Hún var ein af 86 nemendum úr 8. og 9. bekk á landsvísu sem komust í undanúrslit af 3352 nemendum.

Pangea stærðfræðikeppnin er haldin í yfir 17 löndum í Evrópu og er aðalmarkmið keppninnar að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað mikið ef þau reyna og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka.

Sunneva stóð sig mjög vel og óskum við henni til hamingju með árangurinn.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla