5. desember 2019

Rithöfundar í heimsókn

Rithöfundar í heimsókn

Nú í haust hafa rithöfundar verið duglegir að koma í heimsókn til okkar að lesa uppúr bókum sínum. Í október kom Ævar Örn Benediktsson eða Ævar vísindamaður og las úr bók sinni Minn eigin tölvuleikur. Af tilefni degi íslenskrar tungu kom Áslaug Jónsdóttir og las fyrir nemendur í 1. bekk, elstu börnin á leikskólunum Holti og Akri og nemendum 1. bekkjar í Stapaskóla. Hún var með skemmtilega myndasýningu og las úr nokkrum barnabóka sinna.

2.- 4. bekkur fékk upplestur frá nýjum rithöfundi sem var að gefa út sína fyrstu bók en hann heitir Árni Árnason og bókin Friðbert forseti.

Bjarni Fritzson las úr bók sinni Orri óstöðvandi fyrir 5.-7. bekk og Sigga Dögg las úr bók sinni Daði fyrir 8.-10. bekk.

Mikil ánægja var hjá nemendum okkar með þessa rithöfunda og margir áhugasamir fyrir bókum þeirra.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla