9. september 2016

Setning Göngum í skólann

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum setti Göngum í skólann í 10. sinn miðvikudaginn 7. september. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Akurskóla í Reykjanesbæ. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Nemendur sungu skólasönginn fyrir gesti. Sigríður Inga Viggósdóttir, sviðsstjóri Almenningsíþróttasviðs ávarpaði nemendur og hvatti þá til þess að ganga eða nýta sér virkan ferðamáta og huga að umferðaröryggi.

Jóhanna Ruth sem vann Ísland got talent söng tvö lög fyrir gesti. Að lokum tók Þórólfur Árnason til máls og hvatti nemendur til þess að taka þátt í verkefninu og sýna varkárni í umferðinni. Þórólfur stóðst svo ekki mátið og skellti í víkingaklappið fræga áður en hann setti verkefnið fyrir hönd samstarfsaðila verkefnisins.

Verkefnið var svo sett með viðeigandi hætti þegar aðstandendur verkefnisins, nemendur, starfsfólk og gestir settu Göngum í skólann með því að ganga lítinn hring í nærumhverfi skólans.

Myndir frá athöfninni má sjá hér!

og í myndsafni skólans.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla