20. október 2020

Skólahald eftir vetrarfrí

Skólahald eftir vetrarfrí

Nú hafa allir nemendur skólans og starfsmenn lokið sóttkví og farið í sýnatöku. 

Því miður bættust við nokkur smit og heildarfjöldi smita er nú 15. Margir hafa þó þegar náð sér að fullu og bíða eftir að hæfilegur tími líði svo þeir geti mætt í skólann. Hinum sem enn glíma við veikindi sendum við batakveðjur.

Við hefjum hefðbundið skólastarf hjá öllum árgöngum samkvæmt stundaskrá á morgun, miðvikudaginn 21. október, eftir vetrarfrí. 

Við biðjum þó alla um að halda áfram að fara varlega, huga að eigin sóttvörnum og halda 2 metra bili á milli fullorðinna.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla