Fréttir

Skólaslit 2019

14.05.2019 15:24:15

Miðvikudaginn 5. júní verða skólaslit Akurskóla. Foreldrar og forráðamenn eru hjartanlega velkomnir með börnum sínum. Við hvetjum fjölskyldur að koma gangandi, hjólandi eða með strætó á skólaslitin. Ef fjölskyldur koma á bíl bendum við á bílastæði við unglingaganginn, við Tjarnagrill og við blokkir beint á móti skólanum. Þeir sem leggja upp á grasi eða ólöglega í hringnum fyrir framan skólann geta því miður átt von á sekt. Verum tímanlega í því, leggjum löglega aðeins lengra frá og röltum að íþróttahúsinu. 

Nemendur mæti til skólaslita sem hér segir:

1. – 9. bekkur kl. 9:00 í íþróttahúsi Akurskóla

10. bekkur kl. 11:00 í íþróttahúsi Akurskóla

Útskrift 10. bekkinga í Akurskóla er kl. 11:00. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum og eiga ánægjulega stund í skólanum þennan síðasta skóladag þeirra í grunnskóla. Boðið verður upp á veitingar að lokinni útskrift nemenda í 10. bekk.