6. júní 2016

Skólaslit Akurskóla

Skólaslit Akurskóla fóru fram í dag, mánudaginn 6. júní, í ellefta sinn.

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu kl. 9 í íþróttahús Akurskóla. Þar fór Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu, tvö tónlistaratriði voru flutt og skóla var slitið. Eftir það fóru nemendur hver með sínum umsjónarkennara í sín rými og allir nemendur skólans fengu hrósskjöl og vitnisburð sinn fyrir skólaárið.

Útskrift og skólaslit fyrir nemendur í 10. bekk fór svo fram kl. 11. Elmar Thorsten Sverrisson lék á harmonikku lagið Wind of changes. Birta Rós Hreiðarsdóttir flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti ásamt því að umsjónarkennari hópsins flutti ræðu. Þá voru nemendur útskrifaðir með því að lesa upp hrós um hvern og einn, fá afhenta rós og trefil merktan Akurskóla og útskriftarárinu.

Níu nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu á skólaslitum:

Birta Rós Hreiðarsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Íslenskir málshættir og orðtök. Bókina gaf Lionsklúbburinn Æsa.

Elmar Torsten Sverrisson fyrir góðan árangur í sænsku. Bókina gaf Tungumálver Laugarlækjaskóla.

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Orðbragð. Bókina gaf Akurskóli.

Gunnhildur Björg Baldursdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Íslenska samheitaorðabókin. Bókina gaf Eymundsson.

Írena Dröfn Sigurðardóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Maðurinn. Bókina gaf UMFN.

Karen Mist Arngeirsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Nýja tilvitnanabókin. Bókina gaf Lionsklúbburinn í Njarðvík.

Perla Sóley Arinbjörnsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. World Atlas. Bókina gaf Kvenfélagið í Njarðvík.

Vilhjálmur Kristinn Eyjólfsson fyrir góðan námsárangur. Dönsk orðabók. Bókina gaf Danska sendiráðið.

Ylfa Karen Ólafsdóttir fyrir framúrskarandi námsárangur. Handbók um íslensku. Bókina gaf Lionsklúbburinn í Njarðvík.

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Fleiri myndir í myndasafni.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla