8. júní 2021

Skólaslit Akurskóla

Skólaslit Akurskóla

Mánudaginn 7. júní var 10. bekkur útskrifaður úr Akurskóla. Þar sem árshátíð grunnskólanna féll niður í ár héldu foreldrar hátíðarkvöldverð fyrir nemendur og starfsmenn á útskriftarkvöldinu en venjan er að halda hann fyrir árshátíðina. Í fyrra þurftum við einnig að gera breytingar og þá kom þessi hugmynd til, hún þótti mjög vel heppnuð svo sami háttur var hafður á í ár. Úr varð mjög hátíðleg stund þar nemendur fengu borða með áletrun, Lalli töframaður steig á stokk og útskriftarnemandinn Melkorka Mjöll Sindradóttir lék á píanó. 

Útskriftin fór svo fram að loknum kvöldverði. Þar flutti Sigurbjörg Róbertsdóttir ávarp og fór yfir helstu atriði á skólaárinu. Betsý Ásta Stefánsdóttir flutti ávarp nemenda og Kristín Þóra Möller, umsjónarkennari, sagði nokkur orð til nemenda fyrir hönd kennarateymisins. Þá lásu umsjónarkennararnir Rannveig, Brynja og Kristín upp hrósskjöl, afhentu Akurskólatrefilinn og útskrifuðu nemendur.

Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningar við útskrift:

Anna Toft Ragnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Maðurinn, gefandi UMFN.

Betsý Ásta Stefánsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Húsið okkar brennur, gefandi Kalka.

Camilla Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin húsið Reykjanesskagi. Náttúra og undur, gefandi Lionsklúbburinn Æsur.

Emilía Agata Mareksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Íslensk samheitaorðabók, gefandi Eymundsson.

Melkorka Mjöll Sindradóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Orðbragð, gefnadi Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Natalía Nótt Adamsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Nýja tilvitnunarbókin, gefandi Lionsklúbbur Njarðvíkur.

Victoría Gísladóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Bókin Reykjanesskagi. Náttúra og undur, gefandi Lionsklúbburinn Æsur.

Viktoría Kristín Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Bókin Náttúran, gefandi Kalka.

Björgunarsveitin Klettur gefur tveimur nemendum viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu sveitarinnar. Þeir Jóhannes Pálsson og Sveinbjörn Þórisson hlutu þá viðurkenningu.

 

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu svo á skólaslit í stofum sínum til umsjónarkennara kl. 9.00 þriðjudaginn 8. júní. Þar lásu umsjónarkennarar upp hrósskjöl nemenda og afhentu vitnisburð.

 

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Fleiri myndir í myndasafni.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla