3. júní 2018

Skólaslit Akurskóla og útskrift 2018

Skólaslit Akurskóla fóru fram þriðjudaginn 5. júní í þrettánda sinn.

Nemendur í 1. – 9. bekk mættu kl. 9 í íþróttahús Akurskóla. Þar fór Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri yfir það helsta í skólastarfinu, tvö tónlistaratriði voru flutt og skóla var slitið. Eftir það fóru nemendur hver með sínum umsjónarkennara í sín rými og allir nemendur skólans fengu hrósskjöl og vitnisburð sinn fyrir skólaárið.

Nemendur í 1. - 3. bekk við Dalsbraut mættu kl. 10 ásamt foreldrum sínum á Dalsbraut þar sem Sigurbjörg hélt stutta ræðu, sleit skólanum og nemendur héldu með kennurum í rými sín og fengu vitnisburð og hrósskjöl.

Útskrift og skólaslit fyrir nemendur í 10. bekk fór svo fram kl. 11. Júlía Björg Thorarensen og Camilla Jónsdóttir fluttu tónlistaratriði. Skólastjóri ávarpaði útskriftarnemendur og gesti ásamt því að umsjónarkennarar hópsins fluttu ræðu.Þrír nemendur úr hópi útskriftarnema fluttu ávarp þau Unnur Ósk Wium, Olga Nanna Coretto og Hynur Snær Vilhjálmsson. Þá voru nemendur útskrifaðir með því að lesa upp hrós um hvern og einn, fá afhenta rós og trefil merktan Akurskóla og útskriftarárinu.

Átta nemendur í 10. bekk hlutu viðurkenningu á skólaslitum:

Ásta Guðrún Ragnarsdóttir fyrir góðan námsárangur. Dönsk orðabók frá mennta- og menningarmálaráðuneyti Danmerkur.

Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir fyrir góðan námsárangur og frábær störf í þágu nemenda Spakmælabókin frá Lionsklúbbnum í Njarðvík.

Hanna Fjóla Magnúsdóttir fyrir góðan námsárangur. Bókin Maðurinn frá UMFN. 

Hlynur Snær Vilhjálmsson fyrir góðan námsárangur og störf í þágu nemenda. Orðbragð gefin af Akurskóla.

Íris Marí Hreinsdóttir fyrir góðan námsárangur. Gæfuspor - Gildin í lífinu gefin af Eymundsson. 

Olga Nanna Corvetto fyrir framúrskarandi námsárangur. Hönnun gefin af Lionsklúbbnum í Njarðvík.

Unnur Ósk Wium Kristbergsdóttir fyrir góðan námsárangur. Íslensk samheitaorðabók frá Lionsklúbbnum Æsur.

Þórunn Kolbrún Árnadóttir fyrir góðan námsárangur. Hönnun frá Kvenfélaginu Njarðvík.

 

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla í haust.

Fleiri myndir í myndasafni.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla