3. júní 2020

Skólaslit í Akurskóla vorið 2020

Skólaslit í Akurskóla vorið 2020

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Skólaslit Akurskóla fara fram á eftirfarandi tímum.

10. bekkur fimmtudaginn 4. júní kl. 20.00 á sal skólans, strax að loknum hátíðarkvöldverði.

1. – 9. bekkur föstudaginn 5. júní kl. 10.00 í stofum nemenda. Nemendur fara heim að loknum skólaslitum.

Við biðjum ykkur í ljósi aðstæðna að taka tillit til þess að mæta ekki of mörg með hverju barni og taka ekki yngri systkini með. Við viljum ekki setja fjöldatakmarkanir en treystum því að þið virðið sóttvarnarreglur og fylgið tveggja metra reglunni eins og kostur er. Eins og staðan er núna þá eru þetta ekki kjöraðstæður fyrir áhættuhópa og hvetjum við aðstandendur sem tilheyra þeim hópi að vera frekar heima kjósi þeir það.

Við hlökkum til að hitta ykkur.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla