19. mars 2019

Stóra upplestrarkeppnin

Í dag var undankeppni Stóru-upplestarkeppninnar haldin á sal skólans. Nemendur í 7. bekk, þau Elísabet Jóhannesdóttir, Árný Eyja Ólafsdóttir,  Jón Garðar Arnarsson, Íris Sævarsdóttir, Nína Karen Guðbjörnsdóttir, Eva Júlía Ólafsdóttir, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, Óðinn Kristjón Weaver og Berglind Ósk Wium Kristbergsdóttir sem hafa æft að kappi síðan í nóvember lásu valda texta og ljóð. Dómarar keppninnar voru Valgerður Björk Pálsdóttir formaður Fræðsluráðs Reykjanesbæjar,  Lára Guðmundsdóttir, fulltrúi grenndarsamfélagsins í skólaráði og dómari keppninnar til fjölda ára og  Magnea Ólafsdóttir, íslenskukennari á unglingastigi Akurskóla. Einnig las Betsý Ásta Stefánsdóttir, sigurvegari síðasta árs, ljóð að eigin vali á meðan dómarar báru saman bækur sínar. Keppnin gekk mjög vel og voru nemendur skólanum til mikils sóma. Fulltrúar Akurskóla á lokakeppninni í Hljómahöllinni þann 9. apríl nk. verða þær Elísabet og Íris en varamaður er Eva Júlía.  Við óskum öllum til hamingju með flottan árangur. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla