Fréttir

Þormóður Logi Björnsson ráðinn aðstoðarskólastjóri Akurskóla

11.04.2019 09:38:06

Þormóður Logi Björnsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri Akurskóla frá og með 1. ágúst 2019. Þormóður leysti af í vetur í Akurskóla sem aðstoðarskólastjóri en hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu. 

Þormóður vann við Akurskóla sem kennari árin 2006 - 2015. Þá var hann skólastjóri við Grunnskólann á Suðureyri 2015-2019. Þormóður útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2008 og er einnig með viðbótarnám í opinberi stjórnsýslu.

Við bjóðum Þormóð velkominn til starfa.