17. mars 2020

Tilkynning um kennslu í Akurskóla vegna takmarkana sóttvarnalæknis

Tilkynning um kennslu í Akurskóla vegna takmarkana sóttvarnalæknis

Nú er ljóst að skólastarf mun raskast verulega í ljósi takmarkana sem sóttvarnalæknir hefur sett.
Meginlínan í Akurskóla verður sú að nemendum í 1. - 7. bekk verður skipt í tvo hópa og verður hópunum kennt sitthvorn daginn. Nemendur í 8. - 10. bekk verða í heimanámi með aðstoð kennara.

Nemendur í 1. til 7. bekk mæta á mismunandi tímum á morgnana og fara heim á mismunandi tíma. Frístund verður í boði fyrir 1. bekk, þá nemendur sem eru í skólanum, til 14:50 og 2. bekk, fyrir þá nemendur sem eru í skólanum, til 15:00.

Öll sundkennsla fellur niður en nemendur í 1. - 7. bekk fá hreyfitíma einu sinni á dag annað hvort í sínu rými eða úti. List- og verkgreinakennsla færist inn í rýmin og verður á öðru formi.

Matur verður afgreiddur inn í stofur og verður boðið upp á samlokur og ávöxt fyrir þá sem eru í áskrift hjá Skólamat.

Í dag fá allir árgangar póst frá umsjónarkennara með fyrirmælum um hvernig næstu dögum verður háttað og tímasetningum. Mikilvægt er að nemendur komi inn um þá innganga og á þeim tíma sem þeim er ætlað.
Vinsamlega farið vel yfir þær leiðbeiningar sem sendar verða og ræðið við nemendur. Skólanum hefur verið skipt upp í sóttvarnarými og nemendur verða að halda sig innan þess og svo innnan hvers rýmis í sinni stofu.
Á meðan að á þessum takmörkunum stendur eru foreldarar og aðrir beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur senda frekar tölvupóst á viðkomandi starfsmann eða hringja.

----------------------------------------------------

It is now clear that schooling will be significantly disrupted in light of the limitations set by the Icelandic department of Heath and epidemilogy
The main focus in Akurskóli will be that students in grades 1 - 7 will be divided into two groups and the groups will be taught every other day. Students in grades 8-10 will be homeschooled with teacher assistance.
Students show up at different times in the morning and go home at different times. Frístund will be available for first grade, students who are in school that day, until 14:50 and second grade, for students who are in school that day, until 15:00.
All swimming lessons are discontinued, but students in grades 1 - 7 receive movement time once a day, either in their own classroom or outdoors. Art teaching moves into space and will be in a different form that usual.
Food will be consumed in the classroom and those who are subscribed to Skólamatur will be offered sandwiches and fruit.
Today, all grades receive mail from their teachers with instructions on how the next days will be and all timings. It is important that students come in at the entrance and at the time they are intended.
Please carefully review the instructions that will be sent and discuss with your children. The school has been divided into quarantine rooms and students must stay within it and then within their group in the classroom.
During these restrictions, parents and others are asked not to enter the school but rather send an email to the staff or call.

With the hope of good cooperation,
School administrators of Akurskóli

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla