30. október 2020

Vegna hertra sóttvarnareglna

Vegna hertra sóttvarnareglna

Í dag voru kynntar hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti.

Hertar aðgerðir munu án efa hafa áhrif á skólastarf hjá okkur. Enn er þó óljóst hvaða áhrif þær hafa en við munum upplýsa foreldra/forráðamenn um stöðuna eftir helgi. Eins og staðan er núna verður skólastarf með hefðbundnum hætti mánudag og þriðjudag.

Búið er að gefa út að reglugerð um skólastarf, sem kynnt verður á sunnudag, og byggir á reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir taki gildi miðvikudag, 4. nóvember.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla