26. september 2017

Vinnustundir á unglingastigi

Vinnustundir á unglingastigi

Í haust hófum við í Akurskóla að bjóða nemendum á unglingastigi upp á vinnustundir.

Nemendum er boðið upp á tvær kennslustundir á viku þar sem þeir geta leitað sér aðstoðar við nám/heimanám í öllum bóklegum greinum.  Tilgangurinn með þessum tímum er að  auka frelsi nemenda og ábyrgð á eigin námi sem og að koma til móts við sérþarfir nemenda. Þannig er stuðlað að eftirfarandi þáttum í lykilhæfni aðalnámskrá grunnskóla:

Að nemandi geti við lok 10. bekkjar:

  • tekið frumkvæði í námi sínu og verið sjálfstæður og ábyrgur í vinnubrögðum
  • gert sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt í námi og haft skýra sjálfsmynd
  • sett sér raunhæf markmið um frammistöðu og framvindu eigin náms, unnið eftir þeim og lagt mat á hvernig til hefur tekist
  • skipulagt og borið ábyrgð á eigin námi með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár, skipulagt og endurskoðað með tilliti til mats á árangri

Nemandi mætir í þá stofu sem tilgreint fag er kennt í og hann kýs að vinna að. Nemendur vinna í eigin efni undir leiðsögn kennara eða fá efni frá kennara.

Það sem af er hausti hafa þessar vinnustundir tekist ákaflega vel. Nemendur eru mjög áhugasamir og taka ábyrgð á eigin námi og vali. Bæði kennarar og nemendur eru ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag.

 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla