3. júní 2016

Vorhátíð

Vorhátíð

Vorhátíð Akurskóla fór fram í gær. Hver bekkur hafði sitt litaþema og gaman var að sjá hversu vel allir tóku þátt í því. Nemendur leystu ýmsar þrautir sem voru staðsettar víðsvegar á skólalóðinni. Þrautir sem voru í boði voru snaggolf, að negla spýtu, sipp, stígvélakast, pokahlaup og margt fleira. Dagurinn endaði í íþróttahúsinu eftir hádegismat þar sem starfsmenn kepptu sín á milli fyrir hönd bekkjanna í lokakeppni. Keppni var á milli bekkja á hverju stigi fyrir sig en það lið sem fékk flest stig vann. 

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla