7. júní 2021

Vorhátíð Akurskóla

Vorhátíð Akurskóla

Föstudaginn 7. júní var vorhátíð Akurskóla. Þar kepptu nemendur okkar í hinum ýmsu þrautum og skemmtu sér konunglega. Þó að veðrið hafi ekki leikið við okkur þá hafði það lítil áhrif á gleðina hjá nemendum okkar. Eftir hádegismatinn, þar sem pylsurnar runnu ljúft niður, komu nemendur saman í íþróttasal Akurskóla og Sirkus Íslands skemmti við mikinn fögnuð. Í dag á skertum degi var síðan uppskeruhátíð þar sem úrslit vorhátíðar var tilkynnt en einnig var keppt í þrautabraut þar sem kennarar árganga kepptu sín á milli og nemendur sín á milli. Í lokin var brennó milli nemenda 10. bekkjar og starfsfólks.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla