8. júní 2022

Vorhátíð Akurskóla

Vorhátíð Akurskóla

Árleg vorhátíð Akurskóla var haldin í dag. Hver árgangur er í fyrirfram ákveðnum lit og var því litagleðin allsráðandi í skólanum í dag. Nemendur byrjuðu daginn á skrúðgöngu í kring um skólann með lögreglufylgd. Því næst kepptu árgangar sín á milli í ýmsum þrautum. Samkeppnin varð hörð en að lokum voru það 4. bekkur og 7. bekkur sem kláruðu sitt aldurstig með sigri. 10. bekkur kláraði skólagönguna sína í Akurskóla með sigri. Deginum lauk svo við grillið þar sem starfsmenn skólans grilluðu pylsur á meðan Jón Jónsson flutti nokkur vel valin lög fyrir hópinn.

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla