Fréttir

Vorhátíð Akurskóla

04.06.2019 14:13:18

Mánudaginn 3. júní var vorhátíð Akurskóla. Þar kepptu árgangar í hinum ýmsu þrautum og átti hver árgangur sinn lit. Það voru því litríkir krakkar sem mættu í skólann á mánudagsmorgun. Í hádegismat voru pylsur og eftir matinn kom BMX brós og skemmtu okkur með frábærri sýningu. Dagurinn gekk í alla staði vel og teljum við að flestir hafi skemmt sér konunglega. Í dag voru kynnt úrslit keppninnar og stóðu 4., 7. og 10. bekkur uppi sem sigurvegarar. Einnig kepptu 10. bekkingar og starfsmenn skólans í skotbolta og höfðu starfsmenn betur. Að því loknu héldu nemendur út í sólina á síðasta kennsludegi skólaársins.