Fréttir

Jólahátíð Akurskóla
20. desember 2016
Jólahátíð Akurskóla

Jólahátíð Akurskóla var haldin í dag í íþróttasalnum. Hátíðin gekk vel í alla staði og nemendur voru til fyrirmyndar. Nemendur í 5. bekk sýndu helgileik, stúlkur í 7. og 8. bekk sýndu dans og síðan spilaði Skúli undir á meðan allir nemendur dönsuðu í kringum jólatréð. Myndir komnar í myndasafn....

Lesa meira
Hátíðarmáltíð
16. desember 2016
Hátíðarmáltíð

Í gær, fimmtudaginn 15 desember, fór fram hátíðarmáltíð í Akurskóla. Atburðurinn er stór í aðventunni hér í Akurskóla en nemendur og starfsfólk mæta ævinlega prúðbúin og starfsmenn þjóna nemendum til borðs. Í boði var hangikjöt, kartöflur, uppstúf og annað meðlæti og í eftirrétt var ís. Nemendur komu í þremur hollum í matinn, 1.-3. bekkur komu fyrs...

Lesa meira
Aðventan í Akurskóla
8. desember 2016
Aðventan í Akurskóla

Mikið hefur verið um að vera í Akurskóla á aðventunni.  Á mánudaginn kom leikhópurinn Stopphópurinn og sýndi jólaleikritið Sigga og skessan í jólaskapi í íþróttahúsinu fyrir 1.-4. bekk. Leikritið fjallar um að það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að verðrið...

Lesa meira
Röskun á skólastarfi miðvikudaginn 30. nóvember
29. nóvember 2016
Röskun á skólastarfi miðvikudaginn 30. nóvember

Líkt og fram hefur komið í fréttum munu  grunnskólakennarar ganga úr störfum sínum miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 12:30. Þennan dag hefst frístundarskólinn Akurskjól kl. 12:30 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Allir aðrir nemendur í 1. – 10. bekk fara heim klukkan 12:30. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með fréttum. Ef samningar...

Lesa meira
Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja
23. nóvember 2016
Heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

Í dag kom fulltrúi frá Brunavörnum Suðurnesja og fulltrúi frá Lions hreyfingunni í Njarðvík. Þeir hittu nemendur í 3 bekk á sal skólans. Nemendur fengu fræðslu um eldvarnir og í lok fræðslunnar fengu þeir gjafir. Nemendurnir stóðu sig mjög vel og ætlar hver nemandi að huga að eldvörnum heima hjá sér og standa góða vakt yfir jólin. Við hvetjum forel...

Lesa meira
Starfsdagur föstudaginn 25 nóvember
22. nóvember 2016
Starfsdagur föstudaginn 25 nóvember

Við minnum á að á föstudaginn 25 nóvember, er starfsdagur í Akurskóla. Því er hvorki kennsla né frístund þennan dag....

Lesa meira
Bókaupplestur
18. nóvember 2016
Bókaupplestur

Í dag kom Áslaug Jónsdóttir rithöfundur til okkar og las úr skrímslabókum sínum fyrir 1 bekk og skólahópa leikskólanna Holts og Akurs. Krökkunum þótti virkilega gaman að hlusta á Áslaugu og að sjá bækurnar hennar. Hún hafði meðferðis tvö skrímsli sem krakkarnir fengu að skoða. Eftir upplesturinn fluttu börnin atriði fyrir hvert annað, en þau sungu ...

Lesa meira
Spurningakeppnir og úrslit Akurpennans
18. nóvember 2016
Spurningakeppnir og úrslit Akurpennans

Í gær og fyrradag voru haldnar spurningakeppnir milli nemenda og kennara. Á degi íslenskrar tungu var spurningarkeppni milli nemenda á unglingastigi og kennara á unglingastigi og í gær, fimmtudag, var spurningakeppni á milli nemenda á miðstigi og kennara á miðstigi. Valdir voru þrír nemendur og þrír kennarar úr hvoru stigi fyrir sig. Spurningakeppn...

Lesa meira
Dagur íslenskrar tungu
16. nóvember 2016
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlega í Akurskóla. Nemendur í 2. - 4. bekk komu saman á sal klukkan 10 í morgun og fluttu atriði sem tengjast íslenskri tungu fyrir samnemendur sína. Tveir nemendur tónlistarskólans fluttu tónlistaratriði og nemendur úr 8. bekk voru með upplestur fyrir yngri nemendur. Myndir eru komnar í myndasafnið....

Lesa meira
Fyrstu niðurstöður úr Skólapúlsinum
10. nóvember 2016
Fyrstu niðurstöður úr Skólapúlsinum

Akurskóli notar matstækið Skólapúlsinn til að meta marga þætti í skólastarfinu. Allir nemendur í 6. – 10. bekk taka könnun yfir allt skólaárið í nokkrum hópum og fær skólinn jafnóðum niðurstöðurnar. Heildarniðurstöður fyrir allan skólann eru dregnar saman í lok skólaárs í sjálfsmatsskýrslu skólans. Við höfum nú fengið fyrstu niðurstöður og er áhu...

Lesa meira
Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla