Lykilhæfni í Akurskóla

Lykilhæfni er sú hæfni sem snýr að nemandanum sjálfum og er ætlað að stuðla að alhliða þroska hans.

Mat á lykilhæfni fer fram að vori í öllum árgöngum. Matið er framkvæmt í Mentor og birt foreldrum á fjölskylduvef. Foreldrar og nemendur meta einnig lykilhæfni í Mentor og farið er yfir mat allra aðila á samtalsdegi í maí.

Lykilhæfnin skiptist í fimm þætti sem lagðir eru til í Aðalnámskrá. Allir þættirnir fimm eru jafn mikilvægir en farið er misjafnlega djúpt í þá eftir aldri nemenda. Lykilhæfniþættirnir fimm eru:

1. Tjáning og miðlun. Hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á annan hátt. Hæfni til að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum.

2. Skapandi og gagnrýnin hugsun. Skapandi hugsun og frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemanda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu.

3. Sjálfstæði og samvinna. Hæfni nemanda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn.

4. Nýting miðla og upplýsinga. Hæfni nemanda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.

5. Ábyrgð og mat á eigin námi. Hæfni nemanda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

Skýringar á bókstöfum í lykilhæfni eru:

A = Framúrskarandi hæfni.

B = Góð hæfni.

C = Sæmileg hæfni.

D = Hæfni ábótavant.

Lykilhæfniþættirnir eru skilgreindir á hverju skólastigi fyrir sig og þannig gerðir aðgengilegir fyrir foreldra og nemendur. Lykilhæfnin felst ekki einungis í frammistöðu í tímum heldur einnig í því hvernig nemendur standa sig í skólanum almennt, í félagslífi, frímínútum o.s.frv.

Lykilhæfni í 1. - 4. bekk

Lykilhæfni í 5. - 7. bekk

Lykilhæfni í 8. - 10. bekk

Hnetur

Myndirnar sýna dæmi um hnetur eða mat sem inniheldur hnetur. Þær geta leynst í ýmsum öðrum matvörum.

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla