Námsráðgjöf

Námsráðgjafi Akurskóla er Sigrún Helga Björgvinsdóttir, hún er náms- og starfsráðgjafi að mennt.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna þeim í málum sem snerta nám og skólavist. Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda og leitast við að aðstoða þá við lausn persónulegra mála. Námsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um persónuleg mál nemenda nema þegar líf, heilsa eða öryggi er í húfi. Öllum nemendu og foreldrum/forráðamönnum er velkomið að leita til náms- og starfsráðgjafa skólans.

Náms- og starfsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á. Einnig hefur hann samráð og samstarf við aðra sérfræðinga innan eða utan skólans, svo sem kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing eða skólasálfræðing og vísar þannig málum einstaklinga til þeirra eftir því sem við á. Náms- og starfsráðgjafi situr í eineltisteymi og í nemendaverndarráði skólans.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru meðal annars:

  • Að veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræða þá um nám, störf og atvinnulíf.
  • Leiðbeina nemendum um árangursrík vinnubrögð í námi.
  • Hjálpa nemendum að finna lausn á persónulegum málum sem hindra þá í námi.
  • Tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.
  • Undirbýr nemendur undir flutning milli skóla og skólastiga með skipulögðum kynningum.
  • Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og styrkleikum.

Náms- og starfsráðgjafi Akurskóla er Sigrún Helga Björgvinsdóttir og er hún með skrifstofu á efri hæð skólans.

Viðtalstímar eru eftir samkomulagi.

sigrun.bjorgvinsdottir@akurskoli.is

  • Reykjanesbær
  • Heimili og skóli
  • Foreldrafélag Akurskóla