Félagsstarf nemenda

Í Akurskóla er starfrækt nemendaráð sem skipað er nemendum í 8. - 10. bekk, nemendur velja sjálfir að vera í nemendaráði. Í byrjun skólaárs kjósa nemendur í 8. – 10. bekk bekkjafulltrúa (aðalmenn og varamenn) fyrir hvern árgang og í stjórn nemendaráðs eftir framboðsfund á sal skólans. Í stjórninni sitja; formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og aðalmenn bekkjafulltrúa.

Hlutverk nemendaráðs er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með félagslífi nemenda og gæta að hagsmunum og velferðarmálum þeirra. Formaður og varamaður eru  áheyrnafulltrúar nemenda í skólaráði. Einnig situr formaður ásamt varaformanni í ungmennaráði Reykjanesbæjar.

Stjórn nemendaráðs Akurskóla skólaárið 2017-2018

Formaður: Hlynur Snær Vilhjálmsson
Varaformaður: Logi Sigurðsson
Ritari: Sunneva Eldbj. Sigtryggsdóttir
Gjaldkeri: Guðbjörg Telma Þorvaldsdóttir

Aðalmenn í 8.bekk: Þórhildur Erna Arnardóttir og Kamilla Rós Hjaltadóttir
Aðalmenn í 9.bekk: Sigþór Sæmundsson og Ísak Esteban Stefánsson
Aðalmenn í 10.bekk: Elín Toft Ragnarsdóttir og Emilía Rós Friðriksdóttir

Ýmsar nefndir og klúbbar

 • Skemmtinefnd
 • Skreytingarnefnd
 • Sjoppunefnd
 • Ritnefnd/skólablaðið
 • Íþróttanefnd
 • Kósý-klúbbur
 • Dj-klúbbur
 • Auglýsinga-klúbbur
 • Keppnis-klúbbur
 • Dans-klúbbur
 • Horror-klúbbur
 • Matreiðslu-klúbbur
 • Brjóstsykur-klúbbur
 • Skáta-klúbbur
 • Hárgreiðslu-klúbbur
 • Ljósmynda-klúbbur
 • Stuttmynda-klúbbur
 • Pizza-klúbbur
 • Baksturs-klúbbur
 • Þema-klúbbur

Félagsstarf Akurskóla skólaárið 2017-2018

Nemendaráð stendur fyrir fjölmörgum viðburðum á skólaárinu:

Fjörheimakvöld, brennómót á skólatíma, jólabingó, skíðaferð í Bláfjöll, íþróttamót á skólatíma og páskabingó.

Nemendaráð Akurskóla vinnur að dagskrá sem mun koma til með að vera í gangi í frímínútum og í hádeginu fyrir unglingstigið.

Nemendaráð mun standa fyrir böllum fyrir yngri nemendur í skólanum þar sem farið verður í leiki, dansað og haft gaman. Eitt ball er fyrir hvern árgang á önn.

Sameiginlegir viðburðir eru haldnir hjá grunnskólum Reykjanesbæjar fyrir 5.-7.bekk. Frítt er inn á alla viðburðina en sælgæti og gos er til sölu í sjoppu.

Á skólaárinu eru haldin ýmis mót eða keppnir eins og brennómót og körfu- og fótboltamót. Akurskóli tekur einnig þátt í Skólahreysti og Grunnskólamótinu í sundi.

Í Akurskóla er starfandi forvarnarklúbburinn Flott án fíknar fyrir nemendur í 8.-10. bekk

Flott án fíknar er verkefni sem tekur til forvarna vegna þriggja þátta, neyslu tóbaks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samningsbundnu klúbbastarfi og viðburðadagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt.

Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna. 

Rannsóknir sýna að áhrif jafningjahópsins eru mikil í lífi unglinga og því skiptir miklu máli að ungir sem aldnir standi saman um að skapa heilbrigða unglingamenningu.

Flott án fíknar hópurinn stendur fyrir ýmsum viðburðum á skólaárinu: kósýkvöld, sundlaugapartý, brjóstsykurgerð, pizzakvöld, óvænt kvöld, skemmtiferð í bæinn, eggjaleit, kökukeppni, Hungurleikarnir og grillpartý  og gistinótt hjá nemendaráðinu

Óvissuferð verður farin í maí.

 • Reykjanesbær
 • Heimili og skóli
 • Foreldrafélag Akurskóla