Frístundaheimilin

 

Frístundaheimilin Akurskjól og Stapaskjól

Umsjónarmaður frístundaheimilisins Akurskjóls er Arnar Freyr Smárason.

Tölvupóstur arnar.f.smarason@akurskoli.is
Símanúmer Akurskjóls eru 420 4571 og 895 4551.

Umsjónarmaður frístundaheimilisins Stapaskjóls er Ragnar Birkir Bjarkarson.

Símanúmer í Dalshverfi er 616 9992.

 

Frístundaheimilin Akurskjól og Stapaskjól bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu þegar skóladegi 6 - 9 ára barna lýkur. Markmið starfsins er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. Þar er leitast við að beita lýðræðislegum starfsháttum, efla hæfni barnanna til að móta sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

 

Í frístundaheimilunum er fjölbreytt skipulögð dagskrá sem einkennist jafnt af skipulögðum sem og frjálsum leik. Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnunum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf þeirra. Frístundaheimilið Akurskjól er með aðsetur í Tjarnarkoti en hefur annað húsnæði skólans til afnota eins og þörf er. Stapaskjól hefur aðsetur í aðalsal skólans við Dalsbraut og nýtir einnig önnur rými eftir þörfum.

Síðdegishressing kemur frá Skólamat og borða nemendur í matsal skólans.

Starfsmenn eru 5 í Akurskóla og 3 á Dalsbraut. Frístundaheimilið er lokað á eftirtöldum dögum: starfsdögum, á skólasetningu, skólaslitum og þegar árshátíð og jólahátíð er í skólanum.

Opnað er fyrir umsóknir um frístundaheimilin fyrir næsta skólaár í apríl á hverju ári. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Börn sem hefja skólagöngu að hausti hafa forgang  um pláss, ef sótt hefur verið um fyrir 1. maí. Hægt er að sækja um rafrænt inn á Mitt Reykjanes, fylla út umsókn hjá umsjónarmönnum frístundar eða á skrifstofu skólans.

Vistun barns, eftir skráningu, hefst eftir aðstæðum frístundaheimila á hverjum tíma. Foreldrar geta miðað við að það taki um 2 vikur að fá pláss.

Ef foreldrar vilja segja upp plássinu þá er mikilvægt að gera það fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin þá gildi um næstu mánaðamót. Uppsagnareyðublöð er að finna hjá umsjónarmönnum og inn á mittreykjanes.is  Jafnframt er mikilvægt að tilkynna allar breytingar á dvalartíma barns, beint á netfang umsjónarmanna.

Nauðsynlegt er að tilkynna veikindi og leyfi til umsjónarmanns eða skólaritara þá daga sem nemendur koma ekki í frístund. Þarf það að berast fyrir klukkan 12:30. Skólareglur Akurskóla gilda einnig á frístundaheimilunum.

 

Mikilvægt er að börn séu sótt stundvíslega fyrir kl. 16:15.

 

Gjaldkeri bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar sér um innheimtu gjalda fyrir frístundaskólann. Fast mánaðargjald er kr. 16.480 á mánuði. Innifalið í því gjaldi er síðdegishressing. Tímagjald er kr. 365 ef foreldrar óska ekki eftir fullri vistun en þá er einungis verið að greiða fyrir frístundavistun. Síðdegishressing kostar þá kr. 125 fyrir hvern dag.

 

Starfsáætlun frístundaheimilanna Akurskjóls og Stapaskjóls skólaárið 2018-2019

Skipulögð dagskrá er alla daga í Akurskjóli og Stapaskjóli. Dagurinn byrjar á að öllum börnum er safnað saman í Akurskjól þar sem merkt er við þá sem mættir eru. Eftir nafnakall er haldið í útiveru og síðdegishressingu. Þegar allir hafa fengið sér hressingu er farið í val/hópastarf til lokunnar.

Val er í boði alla daga og er mismunandi hvað er í boði eftir dögum:

Kaplakubbar, Stórir kubbar, Barbie, Lego, Pet shop, Bílar, Risaeðlur, Búningar, Spil og púsl, afslöppun, Lestur, Perlur, Litir, Mála, Loom teygjur, tölvur og Just Dance.

Listahópur: Þar er m.a. föndrað, málað, litað og leyft sköpunargáfunni og hugmyndafluginu að njóta sín ásamt skipulögðum verkefnum frá starfsmönnum.

Frjáls hópur: Þar er leitast við að leyfa hæfileikum starfsfólks að njóta sín þar sem skipst verður á hugmyndum og hver fær að útfæra sína smiðju í samráði við umsjónamann og samstarfi við annað starfsfólk.

Vísindahópur: Þar gerum við ýmsar tilraunir, búum til efnivið sem við getum leikið okkur með eins og t.d. leir o.fl. Nemendur rannsaka hin ýmsu viðfangsefni og um leið þjálfast í samvinnu.

Skapandi hópur: Þar kynnumst við leiklist og tónlist, vinnum að skapandi verkefnum og eflum samvinnu, hugrekki og þor í að koma fram, sýna okkur, sjá aðra og þora að koma hugmyndum okkar á framfæri „sjálfsstyrking í dulargervi“.

Vettvangsferðir: Akurskjól og Stapaskjól ætla taka höndum saman og brjóta upp daginn með því að fara í vettvangsferðir saman. Vettvangsferðir geta verið allt frá göngutúr um hverfið upp í heimsókn í spennandi fyrirtæki í Njarðvík og nágrenni.

Afslöppun: Í boði er að slaka á yfir skemmtilegri bíómynd og hægt er að hafa með sér púða, dýnur og teppi. Þetta er í boði þegar ungmennin hafa átt erfiðan dag eða þegar veður er leiðinlegt.

Íþróttahópur: Boðið verður upp á bæði frjálsan og skipulagðan leik í íþróttahúsinu.

Hátíðum og viðburðum er fagnað í frístund m.a. hrekkjavaka, jól og páskar svo eitthvað sé nefnt. Þá gerum við okkur glaðan dag og brjótum upp daglegt starf.

Fundir eru haldnir reglulega með nemendum þar sem þeir koma með hugmyndir að viðfangsefnum.

Starfsmenn funda vikulega og sjá í sameiningu um uppbyggingu starfsins og leitast við að hlusta eftir óskum og áhugamálum barnanna.