Stefna skólans - Fræin

Skólastarf Akurskóla hvílir á lögum og reglugerðum um grunnskólastarf ásamt aðalnámskrá grunnskóla.

Einnig höfum við í Akurskóla sett upp átta þætti sem við leggjum megináherslu á og má sjá í Fræjunum okkar með því að smella hér.

Fræin eru:

  • Jöfn tækifæri til náms
  • Skóli án aðgreiningar
  • Samkennsla
  • Náttúruvísindi
  • Opinn skóli
  • Teymisvinna kennara
  • Heilbrigði og velferð
  • Foreldrasamstarf

Í Fræjunum endurspeglast grunnþættir menntunar eins og þeir birtast í aðalnámskrá grunnskóla; læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun.